top of page
Search

Kjarasamningar verði banabiti veitingageirans

umsokn

„Þetta gæti orðið bana­biti margra. Ég veit að eft­ir ástandið eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn og fleira þá eru marg­ir á grens­unni, og mörg lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki hafa skuld­sett sig til að halda sér á floti, en þetta mun verða reiðarslag fyr­ir marga.“

Þetta seg­ir Aðal­geir Ásvalds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði (SVEIT).


Að sögn Aðal­geirs rík­ir hálf­gert neyðarástand í veit­inga­geir­an­um. Vill hann að geir­inn fái að kom­ast að samn­inga­borðinu í kjaraviðræðum.


„Við erum mjög ugg­andi yfir þessu ástandi með samn­ing­ana og ef okk­ur er ekki hleypt að borðinu til að semja fyr­ir störf í grein­inni þá er þetta mjög svart­sýnt, því miður.“

Hann seg­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og stétt­ar­fé­lög ekki taka nægi­legt til­lit til fyr­ir­tækja í veit­ing­a­rekstri og gagn­rýn­ir hvernig álags­greiðslum er háttað hér á landi. Hann seg­ir það mik­il­vægt fyr­ir veit­inga­geir­ann að álags­kaupi verði háttað eins og í ná­granna­lönd­um og bend­ir á að um helm­ing­ur veltu hjá veit­inga­stöðum fari í launa­kostnað.


Kjara­samn­ing­ar komi illa út fyr­ir þau

„Við höf­um séð hvernig samn­ing­ur­inn sem SA gerði við Starfs­greina­sam­bandið er og það er að koma af­skap­lega illa út fyr­ir okk­ur vegna okk­ar sér­stöðu. Ef við ber­um okk­ur sam­an við Norður­lönd­in þá erum við að vinna með álag sem er pró­sentu­hlut­fall af dag­vinnu en ann­ars staðar er þetta föst krónu­tala.“

Hann seg­ir að þau hjá SVEIT hafi beðið um að álags­kaup verði föst krónu­tala hér á landi sömu­leiðis og að ef sú verði raun­in geti sam­tök­in staðið við bakið á Efl­ingu um að hækka lægstu grunn­laun­in.


Hann bend­ir jafn­framt á að hér á landi hefj­ist álag hjá fyr­ir­tækj­um í veit­ing­a­rekstri fyrr en ann­ars staðar. Hann seg­ir að álags­greiðsla hefj­ist eft­ir klukk­an 20 á virk­um dög­um í Dan­mörku, Nor­egi og Svíþjóð og eft­ir klukk­an 16 á laug­ar­dög­um og sé all­an sunnu­dag­inn. Álags­greiðsla fyr­ir veit­ingastaði á Íslandi hefst klukk­an 17 á virk­um dög­um.

„Álagið er í raun rjóm­inn af launa­greiðslum hjá okk­ur og það fer að miklu leyti til ungs og óreynds starfs­fólks sem stopp­ar stutt við. Það er erfitt að byggja upp starf­semi með slíku fyr­ir­komu­lagi,“ seg­ir hann og bæt­ir við að örðugt sé að halda í lyk­il­starfs­menn vegna þessa þar sem erfitt er að gera bet­ur við þau vegna nú­ver­andi fyr­ir­komu­lags.


Fórn­ar­lömb annarra hags­muna

„All­ir samn­ing­ar sem okk­ur er skylt að hlíða hafa ekki tekið mið af sér­stöðu grein­ar­inn­ar sem er vinnu­tím­inn. Við erum að vinna um 70 pró­sent utan hefðbund­inn­ar dag­vinnu. Það er erfitt að eiga við þetta í nú­ver­andi mynd.“


Spurður hvers vegna SA taki ekki meira til­lit til fyr­ir­tækja í veit­ing­a­rekstri seg­ir Aðal­geir að SA skilji stöðuna en þurfi að verja fleiri hags­muni sem fyr­ir­tæki í veit­inga­geir­an­um eiga kannski ekk­ert heima með að mati Aðal­geirs.


„SA er gíg­an­tískt stórt hags­muna­fé­lag og okk­ur finnst að þess­ir hags­mun­ir hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi í raun­inni sem fórn­ar­lamb annarra hags­muna.“


Sparkað í liggj­andi mann

Aðal­geir bæt­ir við að þegar að um helm­ing­ur veltu fyr­ir­tækja í veit­inga­geir­an­um sé laun gangi reikni­dæmið ekki upp.


„Ónefnd­ur aðili í veit­inga­geir­an­um nefndi við mig að fyr­ir hvern þúsund­kall sem hann fær í kass­ann þarf hann að borga 520 krón­ur í laun.“


Að hans mati er verið að sparka í liggj­andi starfs­grein. Bend­ir hann á að veit­inga­geir­inn sé enn að jafna sig eft­ir að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn gekk yfir.

Aðal­geir seg­ist þó vongóður um að það verði tekið til­lit til þeirra í framtíðinni en að mögu­lega þurfi SVEIT að leita laga­legs rétt­ar síns til að semja um sína framtíð.


Yf­ir­lýs­ing SVEIT

Hægt er að lesa yf­ir­lýs­ingu SVEIT í heild sinni hér fyr­ir neðan:

SVEIT get­ur ekki fyr­ir hönd fé­lags­manna sinna gengið að til­von­andi samn­ing­um SA og Efl­ing­ar. Ljóst er, miðað við mál­flutn­ing að þeir samn­ing­ar verði of dýr­ir og munu verða stór­um hluta af grein­inni að falli. Eng­in inni­stæða er fyr­ir sams­kon­ar hækk­un­um og SGS samn­ing­ur­inn hef­ur haft í för með sér.


Það ligg­ur al­veg ljóst fyr­ir. Töl­urn­ar úr grein­inni tala sínu máli.

Veit­ingastaðir á Íslandi borga hæstu laun í heimi og er það af­leiðing þess að veit­inga­geir­inn fær ekki að semja fyr­ir sína grein, og sit­ur því uppi með afar óhag­stæða samn­inga. Þar sem hvorki er tekið mið né mark á aug­ljósri sér­stöðu grein­ar­inn­ar. Ljóst er að breyt­ing á um­gjörð samn­ing­ana verður að eiga sér stað. SVEIT vill leiðrétta laun­in með því að hækka dag­vinnu­laun en færa kvöld­vinnu í sam­bæri­leg­an strúkt­úr eins og geng­ur og ger­ist hjá öll­um þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur sam­an við.

Eft­ir að nú­ver­andi samn­ing­ar við SGS tóku gildi er launa­hlut­fallið komið í og yfir 50% en er í 25-30% í lönd­un­um í kring­um okk­ur.


Þetta þýðir að veit­ing­a­rekst­ur mun ekki standa und­ir sér. Það er ekki hægt að hækka verðin svo mikið að eng­inn komi. Frek­ari verðhækk­an­ir grafa und­an sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar.

Þetta er raun­veru­leiki veit­ing­a­rekst­urs sem sam­an­stend­ur af um 800 fyr­ir­tækj­um sem að mikl­um meiri­hluta eru lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki sem ekki fá að kjósa um samn­ing­inn þar sem þau eru ekki aðilar að SA. Því fá stór fyr­ir­tæki og ólík­ar at­vinnu­grein­ar með breiðari bök að kjósa um ör­lög veit­inga­manna. Þetta er með öllu óá­sætt­an­legt ástand.

Ekk­ert lát virðist vera á þess­ari þróun. Sem stefn­ir fjöl­breyttri og mik­il­vægri at­vinnu­grein í hættu.


SVEIT tel­ur 150 rekstr­araðila sem reka 270 veit­ingastaði um allt land og eru því stærstu hags­muna­sam­tök lands­ins fyr­ir fyr­ir­tæki á veit­inga­markaði. Inn­an vé­banda SVEIT er meiri­hluti starfs­manna sem stafa á veit­inga­markaði eða um 7.000 stafs­menn.

Ótækt er að sam­tök­un­um sé synjað um sæti við kjara­samn­ings­borðið en SVEIT hef­ur samn­ings­um­boð fé­lags­manna til gerð kjara­samn­ings. Því hef­ur SA ekki umboð til gerð kjara­samn­inga fyr­ir hönd fyr­ir­tækja sem eru fé­lag­ar SVEIT. Standi vilji stétt­ar­fé­laga til að semja um kjör starfs­fólks inn­an sinna vé­banda sem starfa hjá fyr­ir­tækj­um í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT.

Í liðinni viku lagði SVEIT inn kröfu til nú­ver­andi samn­ingaðila um viðræðna til kjara­samn­inga vegna starfa á veit­inga­markaði en áður hafa Efl­ing og Mat­vís hafnað því að gera samn­ing við SVEIT þar sem þau kjósa að semja við SA. Þrátt fyr­ir að inn­an SA sé aðeins tak­markaður fjöldi veit­ingastaða.


Ef að fé­lög­in sjá sér ekki fært um að ganga til samn­inga við SVEIT munu þau leita til Rík­is­sátta­semj­ara í lok vik­unn­ar.


Fyr­ir hönd stjórn­ar Sam­taka fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði,

Aðal­geir Ásvalds­son

Fram­kvæmda­stjóri SVEIT


Frétt birt á vef MBL:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/02/18/kjarasamningar_verdi_banabiti_veitingageirans/



 
 
 

Comments


bottom of page