top of page
Search

Veitingahúsaeigendur stefna Eflingu vegna samningsins við SA

umsokn

Veitingahúsaeigendur eru ósáttir við niðurstöðu kjarasamninga. Þeir áttu ekki fulltrúa í samninganefnd en verða að greiða eftir samningi Eflingar og SA. Því hyggjast þeir stefna Eflingu til að fá viðurkenndan samningsrétt.

Brynjólfur Þór Guðmundsson 18. maí 2023 kl. 18:47



SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, ætla að stefna Eflingu fyrir félagsdóm. Þau vilja að viðurkennt verði að samningur sem Efling gerði við Samtök atvinnulífsins bindi ekki hendur veitingastaða þegar kemur að launagreiðslum. SVEIT átti ekki aðild að samningaviðræðunum.

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir samtökin finna sig knúin til að fara í mál til að komast að samningaborðinu.

Veitingastaðir séu í erfiðri stöðu eftir að Samtök atvinnulífsins sömdu við Eflingu án þeirra aðkomu. SVEIT vilja ná samningi við Eflingu sem taki mið af sérstöðu veitingarekstrar sem atvinnugreinar.


„Við höfum greitt eftir þessum samningi. Okkur finnst ósanngjarnt að starfsmennirnir okkar sem eru okkar mikilvægasta auðlind séu milli steins og sleggju í þessu. Við þurfum að fá úr því skorið hvert hlutverk okkar á að vera; hvort að Efling geti horft framhjá okkur eða Starfsgreinasambandið eða hver svo sem er sem ætlar að gera kjarasamninga fyrir okkar hóp, sem eru þá fyrirtæki í veitingaþjónustu.“

Aðalgeir segir að það sé ólýðræðislegt að SVEIT fái ekki að koma að viðræðum um kjarasamninga og geti ekki greitt um þá atkvæði en verði engu að síður að borga eftir þeim.


Frétt birt á vef RUV:



 
 
 

Comments


bottom of page