Vel heppnaður Haustfundur
- umsokn
- Oct 12
- 1 min read
Haustfundur SVEIT fór fram miðvikudaginn 24. september og var vel sóttur af fólki úr samtökunum, fulltrúum stjórnsýslu og öðrum sem láta málefni atvinnugreinarinnar sig varða. Þar var rætt ítarlega um starfsemi heilbrigðiseftirlita landsins og þær fyrirhuguðu breytingar sem fela í sér að færa öll heilbrigðiseftirlit undir einn hatt og samræma vinnu og ferla.
Í umræðunum komu skýrt fram ólík sjónarmið – bæði frá veitingafólki sem hefur daglega reynslu af kerfinu og frá þeim sem starfa innan eftirlitsins. Það sem stóð upp úr var að þegar við hittumst á þessum vettvangi verður ljóst hve mikið traust og skilningur geta vaxið þegar samtalið er opið, málefnalegt og byggt á gagnkvæmri virðingu.
Ég tel að slíkt samtal – hvort sem það á sér stað innan greinarinnar sjálfrar eða á milli atvinnugreinar, löggjafans og eftirlitsaðila – sé lykill að varanlegum lausnum. Ávinningurinn liggur ekki aðeins í betri regluverki eða skilvirkari ferlum; hann birtist í trausti sem gagnast öllum til lengri tíma: starfsfólki, fyrirtækjum, stjórnsýslu og almenningi.
Við vorum þó fyrir vonbrigðum að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra treysti sér ekki til að taka þátt að þessu sinni, sérstaklega þar sem erindi hans laut að einmitt þessum breytingum á starfsemi heilbrigðiseftirlitanna. Ég vona að tækifæri gefist sem fyrst til að eiga þetta samtal við hann – því þegar öll sjónarmið koma að borðinu eykst skilningur og líkur á farsælum niðurstöðum.
Haustfundurinn í gær sýndi að samtal skiptir máli – ekki bara í dag, heldur til framtíðar. Það er þetta samtal sem byggir upp traust og traustið sem gerir okkur öllum kleift að vinna saman að því að efla íslenskan veitingamarkað og bæta þjónustu við almenning.












































Comments