SVEIT er í samstarfi við Læknaráð varðandi trúnaðarlæknaþjónustu.
Guðni Arinbjarnar er okkar tengiliður.
Trúnaðarlæknaþjónusta snýst um viðtöl og ráðgjöf við einstaklinga og fyrirtæki varðandi heilbrigðismál og lausnir á málum sem tengjast fyrirbyggjandi læknisfræði þ.e. læknisfræðilega ráðgjöf vegna veikinda starfsmanna, starfshæfnismat, heilsufarseftirlit og aðra sérfræðiþjónustu.
Mat á starfshæfni og afleiðingum sjúkdóma eða slysa er jafnan gert að beiðni fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga. Greining og mat er oftast vegna réttinda, skv. lögum um almannatryggingar, skaðabótalögum eða bóta vegna líkamstjóns eða sjúkdóma í frjálsum tryggingum svo sem slysatryggingu eða sjúkratryggingu.
Læknaráð hefur áratuga reynslu á mati starfshæfni, örorkumati og matsgerðum vegna afleiðinga sjúkdóma og slysa.
Fyrirtæki setja sig í samband við Guðna og ráðfæra sig vegna mats veikinda og/eða vottorða. Verð fer eftir vinnu, lágmarksgjald er 25.000 kr, t.d. fyrir að skoða vottorð, símtal við lækni, almenn ráðgjöf o.s.frv.
Ef um endurtekin skammtímaveikindi er að ræða geta alvarleg veikindi verið í uppsiglingu og því mikilvægt að beina starfsmanni á rétta braut að betri heilsu.
Varðandi langtímaveikindi er ekki síður mikilvægt að beina aðila til viðeigandi hjálpar, hvort sem það gæti verið hvíld, sjúkraþjálfun eða önnur endurhæfing. Ef starfsmaður er kallaður í viðtal eða skoðun vegna veikinda er verð 35.000- 40.000 kr.
Læknaráð stefnir að afgreiða allar beiðnir á 1-2 dögum.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Læknaráðs: https://laeknarad.is/
Email: gudni@laeknarad.is
Sími: 552-4800