top of page

Skráning í
SVEIT

SVEIT er málsvari allra fyrirtækja á veitingamarkaði. Þátttaka þín gerir SVEIT kleift að skapa og viðhalda samkeppnishæfum rekstrargrundvelli í greininni. 

 

Með því að gerast félagsmaður í SVEIT verður þitt fyrirtæki hluti af samfélagi rekstraraðila á veitingamarkaði sem hefur það markmið að standa vörð um hagsmuni greinarinnar, auka fagmennsku og hafa áhrif á mikilvægar ákvarðanir sem teknar eru varðandi grundvöll rekstrarumhverfis og framtíð greinarinnar. 

Ljóst er að mikið er undir og einstaklega mikilvægt fyrir rekstraraðila greinarinnar að fyrirtækin sýni samstöðu og standi þétt saman, þín þátttaka er grundvöllur þess að SVEIT verði sameiginlegt afl greinarinnar og sá málsvari sem hún á skilið.

Sendið umsókn á umsokn@sveitsamtok.is eða smellið á hnappinn hér fyrir neðan.

bottom of page