Hlutverk SVEIT
SVEIT er málsvari fyrirtækja á veitingamarkaði og vinnur markvisst að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna. Samstaða fyrirtækja í greininni er grundvöllur þess að SVEIT geti unnið að hagsmunum greinarinnar og tekið virkan þátt í að skapa samkeppnishæft starfsumhverfi og stuðlað að framförum og fagmennsku í greininni allri.
SVEIT eru einu félagasamtökin sem berjast eingöngu fyrir hagsmunum fyrirtækja á veitingamarkaði og er því eitt af aðal markmiðum samtakanna að fá sæti við samningaborðið þegar ákvarðanir um lagalegt starfsumhverfi eru teknar hjá yfirvöldum og stéttarfélögum.
Með málefnalegri umræðu og fagmennsku stefnir SVEIT á að halda félagsmönnum vel upplýstum um málefni veitingageirans og berjast fyrir hagsmunum af sanngirni og hörku.
Allt kapp er lagt í að stjórn SVEIT sé og verði samsett af mismunandi rekstraraðilum af öllum stærðum og gerðum í þeim tilgangi að gæta sanngirni í umfjöllun og ákvarðanatöku. Stjórnin er því fjölbreytt og bæði kyn- og rekstrarblönduð. Allir rekstraraðilar á veitingamarkaði hafa hagsmuna að gæta þegar lög og reglur rekstrarumhverfis eru ákveðin. Samtökin eru því fyrir öll fyrirtæki með veitingaleyfi, stór, meðalstór og smá.
SVEIT býður félagsmönnum sínum einnig upp á afslætti hjá birgjum og sérkjör á fagþjónustu. Hér má sjá samstarfsaðila og þjónustu þeirra.
SVEIT hvetur þig til að hafa beint samband við okkur ef þið vantar frekari upplýsingar eða ráðgjöf.
Tilgangur samtakanna er:
1. Að standa vörð um hagsmuni greinarinnar.
2. Að vera sameiginlegur málsvari gagnvart stjórnvöldum og almenningi.
3. Að stuðla að fagmennsku í veitingageiranum.
4. Að taka þátt í kjaramálum og kjósa um kjarasamninga fyrir greinina.